fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Arsenal með frábæra endurkomu og lagði Tottenham í mögnuðum leik

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. desember 2018 16:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal 4-2 Tottenham
1-0 Pierre-Emerick Aubameyang(víti, 10′)
1-1 Eric Dier(30′)
1-2 Harry Kane(34′)
2-2 Pierre-Emerick Aubameyang(56′)
3-2 Alexandre Lacazette(74′)
4-2 Lucas Torreira(77′)

Það var boðið upp á frábæran fótboltaleik á Emirates vellinum í London í dag er Arsenal og Tottenham áttust við í ensku úrvalsdeildinni.

Það er mikill rígur á milli þessara liða enda um grannaslag að ræða og var ekkert gefið eftir á grasinu.

Arsenal komst yfir snemma leiks er Pierre-Emerick Aubameyang skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Jan Vertonghen fyrir hendi innan teigs.

Forystan entist ekki of lengi en Eric Dier jafnaði metin fyrir gestina 20 mínútum síðar með skalla eftir aukaspyrnu.

Stuttu eftir það komst Tottenham svo í 2-1 er Harry Kane steig á vítapunktinn hinum megin. Brotið var á Heung-Min Son innan teigs og nýtti Kane tækifærið og skoraði örugglega.

Staðan var 2-1 fyrir Tottenham í hálfleik en nokkuð snemma í þeim síðari jafnaði Aubameyang metin fyrir Arsenal og skoraði sitt annað mark með fallegu skoti sem Hugo Lloris réð ekki við.

Varamaðurinn Alexandre Lacazette skoraði svo þriðja mark liðsins á 74. mínútu og staðan orðin 3-2.

Miðjumaðurinn Lucas Torreira gerði svo út um leikinn þremur mínútum síðar og kom þeim rauðu í 4-2.

Vertonghen fékk sitt annað gula spjald á 85. mínútu leiksins og spilaði Tottenham með tíu menn síðustu tíu mínúturnar.

Arsenal fer upp fyrir Tottenham og í fjórða sæti deildarinnar en er aðeins með betri markatölu eftir sigurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Age Hareide er látinn
433Sport
Í gær

Tilkynning um andlát vekur óhug – Ofbeldinu í borginni linnir ekki

Tilkynning um andlát vekur óhug – Ofbeldinu í borginni linnir ekki
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir Afríkukeppnina – United og Liverpool fá leikmenn sína snemma til baka

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir Afríkukeppnina – United og Liverpool fá leikmenn sína snemma til baka
433Sport
Í gær

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans
433Sport
Í gær

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt