fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Srivaddhanaprabha fær styttu fyrir utan heimavöll Leicester

Victor Pálsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og allir þekkja þá lést eigandi Leicester City, Vichai Srivaddhanaprabha, í hræðilegu þyrluslysi í síðasta mánuði.

Srivaddhanaprabha var eigandi Leicester í heil átta ár og fagnaði liðið sigri í ensku úrvalsdeildinni árið 2016.

Tælenski viðskiptamaðurinn var mjög vinsæll á Leicester en hann þótti vera afar góður og hlýr maður.

Leicester hefur nú staðfest það að stytta verði reist af Srivaddhanaprabha fyrir utan völl liðsins, King Power Stadium.

Srivaddhanaprabha hafði ekkert nema góð áhrif á félagið og var vinsæll á meðal leikmann sem og stuðningsmanna.

Óvíst er hvenær styttan verður klár en Leicester hefur aðeins staðfest að því verði komið í verk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“