fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
433Sport

Er Siggi Jóns sá ofmetnasti í sögu Íslands?: Logi Geirsson segir bakið ekki þola þetta – ,,Elvar mig langar að rassskella þig „

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 13:06

,,Geri bakið breitt áður en ég hendi þessu út…. En er Siggi Jóns ekki ofmetnasti fótboltamaður Íslands? Hver toppar?,“ svona hljóðar pæling sem Elvar Geir Magnússon, ristjóri Fótbolta.net setti á Twitter í gær.

Pælinguna setur hann fram og birtir mynd af ferlinum sem Sigurður Jónsson knattspyrnumaður frá Akranesi átti. Oftar en ekki er talað um Sigurð sem einn besta knattspyrnumann í sögu Íslands. Þegar tíu bestu leikmenn í sögu fótboltans á Íslandi voru valdir þá var Sigurður einn af þeim, það var valið áður en íslenska landsliðið átti sín í bestu ár.

Heitar umræður sköpuðust þessa ummæli Elvars og voru flestir með skoðun á málinu. ,,Elvar mig langar að rassskella þig. Svakaleg sprengja. Englandsmeistarar Arsenal keyptu hann 1989 og hann var hugsaður í stórt hlutverk þar. Skoðaðu winning recordið hans á Íslandi,“ segir Hjörvar og birtir mynd af ferli Sigurðar á Íslandi.

Hjörvar hélt svo áfram. ,,Hann er frumkvöðull. Fyrsti Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi(jú Albert spilaði einn eða tvo leiki með slöku Arsenal liði). Fyrstur til að skora á Englandi. Það var viðbjóðslega erfitt að komast að sem útlendingur hjá ensku liði, segir töluvert um gæði hans.“

Sigurður Mikael Jónsson, blaðamaður og harður Skagamaður tók þátt í umræðunni. ,,Ég er rosalega feginn að dr. Football sé hérna til að jarða þessa umræðu af yfirvegun fyrir okkur sem náum ekki andanum núna,“ sagði Sigurður en Hjörvar hrósaði Elvari.

,,Ég dáist samt af Elvari að þora. Ég á nokkur funheit sport take sem ég fer ekki með á The Twitter.“

Logi Geirsson handboltakappi tók þátt í umræðunni og sagði. ,,Elvar ekkert bak þolir þessa pælingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sheikh Khalifa hefur mikla trú á Heimi: Lofar fjármunum og ætlar að gera allt til þess að styðja hann

Sheikh Khalifa hefur mikla trú á Heimi: Lofar fjármunum og ætlar að gera allt til þess að styðja hann
433Sport
Í gær

Eiður Smári veit hverjum Liverpool á að þakka: 2018 útgáfan af 2005

Eiður Smári veit hverjum Liverpool á að þakka: 2018 útgáfan af 2005
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gengur illa hjá Gylfa á vítapunktinum – Tölfræðin versnar

Gengur illa hjá Gylfa á vítapunktinum – Tölfræðin versnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu nýtt húðflúr Neves – Hann elskar félagið sitt

Sjáðu nýtt húðflúr Neves – Hann elskar félagið sitt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Besta íslenska landslið allra tíma: Magnús Már velur sitt lið – ,,Grjótharðir miðverðir“

Besta íslenska landslið allra tíma: Magnús Már velur sitt lið – ,,Grjótharðir miðverðir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu þegar Bjarni Ben slasaði sig um helgina ,,Ég er eftir atvikum sæmilegur“

Sjáðu þegar Bjarni Ben slasaði sig um helgina ,,Ég er eftir atvikum sæmilegur“