fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
433Sport

Andri Rúnar í landsliðið – Jóhann Berg ekki með

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 17:23

Andri Rúnar Bjarnason hefur verið kallaður í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi verkefni.

Þetta staðfesti KSÍ nú rétt í þessu en Andri tekur stöðu Jóhanns Berg Guðmundssonar sem er meiddur.

Jói Berg fór meiddur af velli hjá Burnley í gær er liðið gerði markalaust jafntefli við Leicester City.

Andri hefur verið frábær fyrir lið Helsingborg á árinu og skoraði 16 deildarmörk er liðið tryggði sér sæti í efstu deild.

Andri er 27 ára gamall framherji en hann á að baki tvo landsleiki og hefur skorað í þeim eitt mark.

Ísland á leiki við Belgíu og Katar í þessum mánuði en leikurinn við Belga er keppnisleikur í Þjóðadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sheikh Khalifa hefur mikla trú á Heimi: Lofar fjármunum og ætlar að gera allt til þess að styðja hann

Sheikh Khalifa hefur mikla trú á Heimi: Lofar fjármunum og ætlar að gera allt til þess að styðja hann
433Sport
Í gær

Eiður Smári veit hverjum Liverpool á að þakka: 2018 útgáfan af 2005

Eiður Smári veit hverjum Liverpool á að þakka: 2018 útgáfan af 2005
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gengur illa hjá Gylfa á vítapunktinum – Tölfræðin versnar

Gengur illa hjá Gylfa á vítapunktinum – Tölfræðin versnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu nýtt húðflúr Neves – Hann elskar félagið sitt

Sjáðu nýtt húðflúr Neves – Hann elskar félagið sitt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Besta íslenska landslið allra tíma: Magnús Már velur sitt lið – ,,Grjótharðir miðverðir“

Besta íslenska landslið allra tíma: Magnús Már velur sitt lið – ,,Grjótharðir miðverðir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu þegar Bjarni Ben slasaði sig um helgina ,,Ég er eftir atvikum sæmilegur“

Sjáðu þegar Bjarni Ben slasaði sig um helgina ,,Ég er eftir atvikum sæmilegur“