fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Þetta eru markahæstu leikmenn allra tíma – Hvar eru Ronaldo og Messi?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 21. október 2018 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru taldir bestu leikmenn heims í dag og hafa verið á toppnum í mörg ár.

Ronaldo raðaði inn mörkum fyrir Real Madrid á Spáni áður en hann samdi við Juventus í sumar.

Messi er þá enn á mála hjá Barcelona þar sem hann hefur verið síðan hann var krakki og er ekki ólíklegt að hann endi ferilinn hjá félaginu.

Messi hefur skorað 655 mörk í 831 leikjum á ferlinum og Ronaldo hefur gert 680 mörk í 960 leikjum.

Eru þeir markahæstu leikmenn sögunnar? Svarið er nei en fimm aðrir leikmenn eru fyrir ofan tvímenningana ef skoðað er markahæstu leikmenn allra tíma ef allir leikir eru teknir með.

Í fimmta sæti er Þjóðverjinn Gerd Muller sem spilaði 793 leiki á ferlinum og skoraði heil 735 mörk.

Ferenc Puskas sem spilaði frá 1943 til 1966 skoraði 746 mörk er í fjórða sæti og í því þriðja situr Pele, einn besti leikmaður sögunnar en hann kom boltanum 767 sinnum í netið.

Í öðru sæti er hinn brasilíski Romario sem skoraði 772 mörk í 994 leikjum. Hann lagði skóna á hilluna árið 2009.

Í fyrsta sæti er svo hinn tékknenski Josef Bican. Hann lék lengst með Slavia Prague á sínum tíma og gerði 395 mörk í 217 leikjum. Hann gerði alls 805 mörk á ferlinum.

Bican var frábær leikmaður en hann lagði skóna á hilluna árið 1955. Samkvæmt tölfræði Rec. Statistics er hann markahæsti leikmaður allra tíma.

Markahæstu leikmenn allra tíma:

7. Lionel Messi – 655 mörk
6. Cristiano Ronaldo – 680 mörk
5. Gerd Muller – 735 mörk
4. Ferenc Puskas – 746 mörk
3. Pele – 767 mörk
2. Romario – 772 mörk
1. Josef Bican – 805 mörk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool

Þetta eru vinsælustu skiptingarnar í Fantasy – Flestir losa sig við stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Í gær

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka

Arsenal hoppar inn og er að ná að stela Eze af Tottenham – Bjóða Palace betri pakka
433Sport
Í gær

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“