433Sport

Segir að landsliðsmenn séu farnir að vera hræddir – ,,Menn eru komnir undir skel og farnir að tala um að þetta sé gott“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. október 2018 08:44

Það eru yfirleitt líflegar umræður þegar Mikael Nikulásson og Kristján Óli Sigurðsson setjast fyrir framan hljóðnemann í Dr. Football. Um er að ræða hlaðvarpsþátt sem Hjörvar Hafliðason stýrir en í nýjasta þættinum var rætt um Ísland og Sviss á mánudag.

Þar tapaði Ísland 1-2 en íslenska A-landsliðið hefur ekki unnið leik í rúmt ár, margir hafa áhyggjur en aðrir telja að góðir tímar komi á næstunni.

,,Menn eru komnir undir skel og farnir að tala um að þetta sé gott, menn eru hræddir,“ sagði Mikael í þættinum og var svekktur með það hvernig rætt var eftir leik.

Íslenska liðið spilaði vel undir lok leiksins en af hverju kom það ekki fyrr?

,,Við vorum frábærir eftir að Alfreð skoraði þetta frábæra mark, við vorum frábærir síðustu fimmtán mínúturnar, af hverju kom þetta ekki fyrr? Við vorum með fínan stuðning.“

Mikael var ánægður með reyndari menn liðsins og hvernig þeir töluðu eftir leik en gagnrýndi aðra.

,,Ég sá reyndustu mennina í liðinu, Alfreð, Jóhann Berg og Gylfi sem koma og segja að þetta sé ekki nógu gott. Ég tók sérstaklega eftir því hjá Alfreð, það var ekki þannig samkvæmt þjálfurunum og öðrum.“

Þátturinn er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Það sem Sir Alex var tilbúinn að gera fyrir Cole – Mátti koma með í úrslitaleikinn

Það sem Sir Alex var tilbúinn að gera fyrir Cole – Mátti koma með í úrslitaleikinn
433Sport
Í gær

Segist vera sá eini sem sagði nei við Zlatan – Kann ekki að biðja fallega

Segist vera sá eini sem sagði nei við Zlatan – Kann ekki að biðja fallega
433Sport
Fyrir 2 dögum

Var of aumur til að spila fyrir Liverpool

Var of aumur til að spila fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sterling passar upp á heimilið og fjölskylduna – Sjáðu hvað hann keypti

Sterling passar upp á heimilið og fjölskylduna – Sjáðu hvað hann keypti
433Sport
Fyrir 2 dögum

Magnaður Andri Rúnar – Sjáðu mörkin á tímabilinu

Magnaður Andri Rúnar – Sjáðu mörkin á tímabilinu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skoruðu fjögur mörk á Nou Camp og unnu Barcelona

Skoruðu fjögur mörk á Nou Camp og unnu Barcelona
433Sport
Fyrir 3 dögum

Erfitt að finna föt sem passa – Beckham bjargar málunum

Erfitt að finna föt sem passa – Beckham bjargar málunum
433Sport
Fyrir 3 dögum

Heimir var við það að taka við Breiðabliki – Sjáðu af hverju hann hætti við

Heimir var við það að taka við Breiðabliki – Sjáðu af hverju hann hætti við