fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
433Sport

Segir að landsliðsmenn séu farnir að vera hræddir – ,,Menn eru komnir undir skel og farnir að tala um að þetta sé gott“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. október 2018 08:44

Það eru yfirleitt líflegar umræður þegar Mikael Nikulásson og Kristján Óli Sigurðsson setjast fyrir framan hljóðnemann í Dr. Football. Um er að ræða hlaðvarpsþátt sem Hjörvar Hafliðason stýrir en í nýjasta þættinum var rætt um Ísland og Sviss á mánudag.

Þar tapaði Ísland 1-2 en íslenska A-landsliðið hefur ekki unnið leik í rúmt ár, margir hafa áhyggjur en aðrir telja að góðir tímar komi á næstunni.

,,Menn eru komnir undir skel og farnir að tala um að þetta sé gott, menn eru hræddir,“ sagði Mikael í þættinum og var svekktur með það hvernig rætt var eftir leik.

Íslenska liðið spilaði vel undir lok leiksins en af hverju kom það ekki fyrr?

,,Við vorum frábærir eftir að Alfreð skoraði þetta frábæra mark, við vorum frábærir síðustu fimmtán mínúturnar, af hverju kom þetta ekki fyrr? Við vorum með fínan stuðning.“

Mikael var ánægður með reyndari menn liðsins og hvernig þeir töluðu eftir leik en gagnrýndi aðra.

,,Ég sá reyndustu mennina í liðinu, Alfreð, Jóhann Berg og Gylfi sem koma og segja að þetta sé ekki nógu gott. Ég tók sérstaklega eftir því hjá Alfreð, það var ekki þannig samkvæmt þjálfurunum og öðrum.“

Þátturinn er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sveppi gerði sér ekki grein að svona væri litið á Eið Smára: ,,Mér finnst hann bara vera rasshaus“

Sveppi gerði sér ekki grein að svona væri litið á Eið Smára: ,,Mér finnst hann bara vera rasshaus“
433Sport
Í gær

Hólmar nálægt því að spila í einni bestu deild heims: Eftir að það gekk ekki upp var ég pínu fúll

Hólmar nálægt því að spila í einni bestu deild heims: Eftir að það gekk ekki upp var ég pínu fúll
433Sport
Í gær

Sjáðu markið: Gylfi lagaði stöðuna með laglegu skoti

Sjáðu markið: Gylfi lagaði stöðuna með laglegu skoti
433Sport
Í gær

Liverpool fékk þrjú mörk á sig en tókst að vinna – Gylfi á skotskónum

Liverpool fékk þrjú mörk á sig en tókst að vinna – Gylfi á skotskónum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pissaði næstum í sig á bekknum hjá Arsenal: Ég var svo stressaður

Pissaði næstum í sig á bekknum hjá Arsenal: Ég var svo stressaður
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hólmar var spenntur en svo áttaði hann sig á hlutunum: ‘Heyrðu shit, ég er bara kominn hingað til að vera“

Hólmar var spenntur en svo áttaði hann sig á hlutunum: ‘Heyrðu shit, ég er bara kominn hingað til að vera“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Draumaliðið frá ferli Mourinho: Sex koma frá Chelsea tímanum

Draumaliðið frá ferli Mourinho: Sex koma frá Chelsea tímanum
433Sport
Fyrir 2 dögum

104 ára glerharður stuðningsmaður Liverpool fékk bréf frá Klopp: ,,Ég er í skýjunum“

104 ára glerharður stuðningsmaður Liverpool fékk bréf frá Klopp: ,,Ég er í skýjunum“