fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Alfreð: Markið mitt töluvert fallegra en markið hans Jóa

Victor Pálsson
Mánudaginn 15. október 2018 21:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason skoraði eina mark Íslands í kvöld í 2-1 tapi gegn Sviss í Þjóðadeildinni.

Alfreð fékk fleiri færi til að skora og hrósaði markmanni Sviss fyrir að verja skalla frá sér fyrr í leiknum.

,,Þetta var eins og við viljum vera að spila, síðustu tíu mínúturnar. Við settum þá undir pressu og komum boltanum í boxið,“ sagði Alfreð.

,,Þetta minnti á Finnaleikinn hér um árið þar sem við lögðum allt í sölurnar. Svekkjandi að við byrjum ekki á því fyrr því fram að því fengum við engin stór færi.“

,,Hann var að koma út í boltann en gerir þetta helvíti vel kallinn að verja þetta. Ég hitti hann kannski alveg eins vel með kollinum og ég ætlaði.“

,,Ég held að þetta sé mjög líklega fallegasta markið á ferlinum. Maður er ekki þekktur fyrir þessar sleggjur. Það er gaman að geta sýnt það að maður getur þetta líka.“

,,Þetta er frábær spurning. Ég man eftir markinu gegn Tyrkjum fyrir utan teig en annars er ég ekki með tölfræðina, ég þarf að leita eitthvað aftur í dagatalið.“

,,Töluvert, það er klárt! Fáránleg spurning,“ sagði Alfreð svo léttur um hvort mark hans væri fallegra en það sem Jóhann Berg Guðmundsson skoraði gegn Sviss um árið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó
433Sport
Í gær

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze
433Sport
Í gær

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga