fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
433Sport

Sorgarsaga stráks sem fór úr utandeildinni til Bayern Munchen – Spilar fyrir áhugamannalið og vinnur hjá Amazon

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. október 2018 19:00

Það vakti mikla athygli árið 2011 þegar Bayern Munchen ákvað að semja við enska ungstirnið Dale Jennings.

Jennings var 18 ára efnilegur leikmaður Tranmere Rovers á Englandi þegar Bayern sýndi honum áhuga. Tranmere lék á þeim tíma í utandeildinni.

Jennings var talinn mikið efni en hann entist í aðeins tvö ár hjá Bayern og tókst ekki að spila leik fyrir aðalliðið.

Tveimur árum seinna samdi hann svo við lið Barnsley þar sem hann lék 47 leiki og skoraði fjögur mörk. Hann var svo farinn tveimur árum síðar.

MK Dons ákvað að taka sénsinn á Jennings en hann spilaði aðeins einn leik fyrir félagið og var leystur undan samningi árið 2016.

Hann tók sér tveggja ára frí í kjölfarið en hefur nú tekið upp skóna á ný og leikur með smáliði Runcorn Town sem spilar í níundu efstu deild enska pýramídans.

Jennings hefur nú farið yfir erfiðleika sína en hann gat ekki höndlað pressuna hjá Bayern. Hann þakkar kærustu sinni, Abby fyrir það að hann sé kominn af stað á ný.

Jennings getur ekki lifað á þeim launum sem hann fær hjá Runcorn og er einnig að vinna í vörugeymslu sem er í eigu Amazon.

,,Ég man eftir að hafa klætt mig í Bayern treyjuna í fyrsta skiptið, hljóp út á æfingasvæðið, horfði niður og fór að hlæja að sjálfum mér og hugsaði bara ‘vá’,“ sagði Jennings sem er 25 ára gamall í dag.

,,Ég hugsaði með mér hvernig þetta hefði gerst. Ég var óþroskaður á þessum tíma og hugsaði að þetta myndi endast til æviloka.“

,,Ég hélt að ég væri mun betri en ég var í raun. Það er enginn stærri en fótboltinn.“

,,Þegar þú upplifir erfiða tíma þá sérðu hver er til staðar fyrir þig. Ég upplifði ömurlega tíma og gat ekki fengið mig til að komast úr rúminu.“

,,Andlega þá gat ég ekki tekið þessari pressu. Án hennar, Abby, þá væri ég ekki sitjandi hér í dag tilbúinn að spila. Það var of mikil pressa á mér.“

,,Við ræddum saman á hverjum degi. Það komu tár en hún stóð með mér. Það kemur í ljós hverjir vinir þínir og fjölskylda eru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Knattspyrnumaður á Íslandi sýknaður af kynferðisbroti gegn 15 ára stúlku

Knattspyrnumaður á Íslandi sýknaður af kynferðisbroti gegn 15 ára stúlku
433Sport
Í gær

Gunnar var lagður í gróft einelti og Gylfi Þór vildi gleðja hann: Sjáðu hvað hann gerði

Gunnar var lagður í gróft einelti og Gylfi Þór vildi gleðja hann: Sjáðu hvað hann gerði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Perri hleypur í skarðið

Perri hleypur í skarðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fimm áhrifamestu umboðsmennirnir i heiminum

Fimm áhrifamestu umboðsmennirnir i heiminum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Var kallaður aumingi fyrir að segja frá kynþáttaníði: Ég var þarna með syni mínum

Var kallaður aumingi fyrir að segja frá kynþáttaníði: Ég var þarna með syni mínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mourinho bannað að tala um brottreksturinn – Lögfræðingar munu fylgjast með

Mourinho bannað að tala um brottreksturinn – Lögfræðingar munu fylgjast með
433Sport
Fyrir 3 dögum

Tapar Rooney stórum fjárhæðum? – Eiginkonan óttast að drykkjan fari úr böndunum

Tapar Rooney stórum fjárhæðum? – Eiginkonan óttast að drykkjan fari úr böndunum
433Sport
Fyrir 3 dögum

Með þrjár í takinu á sama tíma og allt komst upp: ,,Þetta er sjúkt“

Með þrjár í takinu á sama tíma og allt komst upp: ,,Þetta er sjúkt“