433Sport

Rúrik: Mikilvægt að við stöndum saman, ekki bara þegar vel gengur

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. október 2018 18:53

Rúrik Gíslason, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að það sé mikilvægt að fólk sé ekki of svartsýnt þrátt fyrir erfitt gengi undanfarið.

Ísland náði í frábær úrslit gegn heimsmeisturum Frakklands á fimmtudag á útivelli en áður tapaði liðið 6-0 gegn Sviss og 3-0 gegn Belgum.

Rúrik segist sjálfur vera í góðu standi en hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli í mjöðm.

,,Standið er bara gott. Ég var að ströggla aðeins með mjöðmina á mér en það hefur gengið betur en ég þorði að vonast eftir,“ sagði Rúrik.

,,Það hefur verið fullmikið af svartsýnisröddum sem kikkuðu inn eftir síðustu tvo leiki. Auðvitað voru það hræðileg úrslit en það höfðu miklar breytingar átt sér stað.“

,,Það komu inn nýir þjálfarar og svoleiðis og við erum að slípa þetta saman. Þetta tekur smá tíma en við erum á réttri leið.“

,,Maður vonast til að fólk gefi okkur smá svigrúm til að skerpa á nýjum áherslum, það tekur sinn tíma og það er mikilvægt að við stöndum saman, ekki bara þegar vel gengur.“

,,Þetta var mjög mikill skellur úti í Sviss. Við reyndum ákveðna hluti sem gengu ekki nógu vel upp, það yrði ákveðin fullnæging að ná að hefna fyrir þau úrslit.“

,,Manni leið verr og verr eftir að mörkin urðu fleiri en eins og ég segi þá erum við að vinna í ákveðnum nýjum áherslum, við gerðum það gegn Sviss og það er mikilvægt að sjá, annað hvort ganga þær upp eða ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu mörkin: Brynjólfur og Andri Guðjohnsen skoruðu gegn Tyrklandi

Sjáðu mörkin: Brynjólfur og Andri Guðjohnsen skoruðu gegn Tyrklandi
433Sport
Í gær

Lék með Barcelona og Arsenal en var heimilislaus í Rússlandi – Bjó á æfingasvæðinu og átti enga vini

Lék með Barcelona og Arsenal en var heimilislaus í Rússlandi – Bjó á æfingasvæðinu og átti enga vini
433Sport
Í gær

Kante tók betri ákvörðun en Sanchez, Ronaldo, Messi og fleiri – Neitaði að vera partur af svindli og vildi fá ‘venjuleg laun’

Kante tók betri ákvörðun en Sanchez, Ronaldo, Messi og fleiri – Neitaði að vera partur af svindli og vildi fá ‘venjuleg laun’