fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
433Sport

Zlatan útskýrir hvað gerir Mourinho svona sérstakan

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 10. október 2018 19:00

Zlatan Ibrahimovic, leikmaður LA Galaxy, styður við bakið á fyrrum stjóra sínum hjá Inter Milan og Manchester United, Jose Mourinho.

Mourinho er talinn vera valtur í sessi á Old Trafford þessa dagana og gæti haft takmarkaðan tíma til að snúa gengi liðsins við.

Zlatan hefur lofsungið Portúgalann margoft á ferlinum og er viss um að hann sé ennþá með það sem til þarf svo United komist aftur á beinu brautina.

,,Af hverju er Mourinho svona sérstakur? Í fyrsta lagi því hann er sigurvegari og er með sigurviðhorf. Hann gerir allt til að vinna,“ sagði Zlatan.

,,Hann þekkir leikinn eins og lófann á sér og er meistari í að lesa leikinn. Hann stjórnar á duldan hátt, ekki leiknum sjálfum, heldur tekst honum að toga í strengi og stýra huga leikmanna sinna á þennan dulda hátt.“

,Það gerir hann mjög sérstakan að mínu mati því þegar hann kom á stóra sviðið þá var hann öðruvísi.“

,,Hann var ekki þessi týpíski þjálfari. Ég man eftir Fabio Capello. Capello var harður í horn að taka og vildi virðingu. Mourinho kom með það sama en einnig karakter. Hann var öðruvísi karakter, hvernig hann tjáir sig.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Guðmundur var hissa þegar Rússarnir keyptu Arnór: Nú er hann stórstjarna – ,,Það var stoltur pabbi sem ég ræddi við“

Guðmundur var hissa þegar Rússarnir keyptu Arnór: Nú er hann stórstjarna – ,,Það var stoltur pabbi sem ég ræddi við“
433Sport
Í gær

Þjóðin valdi: Þetta eru fimm bestu knattspyrnumenn Íslands árið 2018 – Sá efsti í sérflokki

Þjóðin valdi: Þetta eru fimm bestu knattspyrnumenn Íslands árið 2018 – Sá efsti í sérflokki
433Sport
Fyrir 2 dögum

Læknar ráðlögðu Ferguson að sleppa United leik

Læknar ráðlögðu Ferguson að sleppa United leik
433Sport
Fyrir 2 dögum

Saga Arnórs er eins og besta lygasaga sem þú hefur heyrt: Hér má lesa ótrúlega sögu piltsins frá Akranesi

Saga Arnórs er eins og besta lygasaga sem þú hefur heyrt: Hér má lesa ótrúlega sögu piltsins frá Akranesi
433Sport
Fyrir 3 dögum

Íslendingarnir eru að valta yfir Real Madrid – Sjáðu frábært mark Arnórs

Íslendingarnir eru að valta yfir Real Madrid – Sjáðu frábært mark Arnórs
433Sport
Fyrir 3 dögum

Þeir leikmenn sem hafa verið lengst hjá sínum félögum – Íslendingur fær pláss

Þeir leikmenn sem hafa verið lengst hjá sínum félögum – Íslendingur fær pláss
433Sport
Fyrir 3 dögum

Richarlison og Heiðar Helguson í fámennum hópi sem hafa afrekað þetta

Richarlison og Heiðar Helguson í fámennum hópi sem hafa afrekað þetta
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sheikh Khalifa hefur mikla trú á Heimi: Lofar fjármunum og ætlar að gera allt til þess að styðja hann

Sheikh Khalifa hefur mikla trú á Heimi: Lofar fjármunum og ætlar að gera allt til þess að styðja hann