fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
433Sport

Zlatan útskýrir hvað gerir Mourinho svona sérstakan

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 10. október 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic, leikmaður LA Galaxy, styður við bakið á fyrrum stjóra sínum hjá Inter Milan og Manchester United, Jose Mourinho.

Mourinho er talinn vera valtur í sessi á Old Trafford þessa dagana og gæti haft takmarkaðan tíma til að snúa gengi liðsins við.

Zlatan hefur lofsungið Portúgalann margoft á ferlinum og er viss um að hann sé ennþá með það sem til þarf svo United komist aftur á beinu brautina.

,,Af hverju er Mourinho svona sérstakur? Í fyrsta lagi því hann er sigurvegari og er með sigurviðhorf. Hann gerir allt til að vinna,“ sagði Zlatan.

,,Hann þekkir leikinn eins og lófann á sér og er meistari í að lesa leikinn. Hann stjórnar á duldan hátt, ekki leiknum sjálfum, heldur tekst honum að toga í strengi og stýra huga leikmanna sinna á þennan dulda hátt.“

,Það gerir hann mjög sérstakan að mínu mati því þegar hann kom á stóra sviðið þá var hann öðruvísi.“

,,Hann var ekki þessi týpíski þjálfari. Ég man eftir Fabio Capello. Capello var harður í horn að taka og vildi virðingu. Mourinho kom með það sama en einnig karakter. Hann var öðruvísi karakter, hvernig hann tjáir sig.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eigandi City á tvær eiginkonur: Samanburður á honum og Salman sem hefur áhuga á United

Eigandi City á tvær eiginkonur: Samanburður á honum og Salman sem hefur áhuga á United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Moldríki Rússinn sem elskar að reka menn: Hefur kostað hann fleiri milljarða

Moldríki Rússinn sem elskar að reka menn: Hefur kostað hann fleiri milljarða
433Sport
Í gær

Varðhunda æði í enskum fótbolta: Kosta fleiri milljónir stykkið

Varðhunda æði í enskum fótbolta: Kosta fleiri milljónir stykkið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir gagnrýni stuðningsamanna á Gylfa: ,,Gerum alltaf kröfu á kraftaverk“

Gagnrýnir gagnrýni stuðningsamanna á Gylfa: ,,Gerum alltaf kröfu á kraftaverk“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enginn hefur fengið borgað síðan í ágúst – Aðeins sjö mættu til leiks í ótrúlegu tapi

Enginn hefur fengið borgað síðan í ágúst – Aðeins sjö mættu til leiks í ótrúlegu tapi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Danski brjálæðingurinn fékk kast á æfingu og Ronaldo missti tönn

Danski brjálæðingurinn fékk kast á æfingu og Ronaldo missti tönn