fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
433Sport

Aðstaðan í Mosfellsbæ líkt og árið 1960 – ,,Finnst lítið sem ekkert hafa áunnist þrátt fyrir fögur fyrirheit“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. september 2018 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Símonardóttir, sjálfboðaliði hjá Aftureldingu er afar ósátt hvernig aðstaðan til knattspyrnuiðkunnar er í Mosfellsbæ.

Bæjarfélagið á nú lið í næst efstu deild í bæði karla og kvennaflokki en þrátt fyrir það er aðstðan í sama gæðaflokki og árið 1960, að sögn Hönnu.

Hanna skrifar pistil í Mosfelling sem birtist í dag og segir að endalausir fundir þar sem fyrirheitin eru fögur, gefi ekkert að lokum.

Lengi hefur verið rætt um að knatthús ætti að rísa í bænum en ekkert hefur gerst.

,,Hversu oft hef ég, sjálfboðaliði til yfir 20 ára, farið vongóð heim af fundum höldnum af Aftureldingu og/eða Mosfellsbæ varðandi úrbætur í aðstöðumálum? Ég hef ekki tölu á þeim en finnst lítið sem ekkert hafa áunnist þrátt fyrir fögur fyrirheit,“ skrifar Hanna í pistli sínum.

,,Aðstöðuleysið, sem er óumdeilanlegt, hefur þau áhrif að erfiðara er að fá sjálfboðaliða til að taka að sér verkefni þar sem enginn hlutur á sér samastað. Slegist er um hvern krók og kima til allra hluta bæði tengdum æfingum og félagsstarfi. Ætli vangaveltur um aðstöðuleysi í klefa- og félagsmálum sé ekki efni í næstu grein hjá mér hér í Mosfellingi? Í þessari umræðu má þó ekki gleyma því að starfsfólkið í íþróttamiðstöðvunum og á skrifstofu Aftureldingar á hrós skilið fyrir að vera ávallt boðið og búið til að aðstoða.“

,,Lokaniðurstaðan eftir samanburð á vallaraðstöðu 1960 og í dag er sú að einn völlur sem dugði 700 íbúum til knattspyrnuiðkunar þá, á að duga fyrir rúmlega 11.000 íbúa í dag. Er ekki eitthvað bogið við það?
Gleðilegt komandi Inkasso-sumar, vonandi í bættri aðstöðu.“

Pistill Hönnu er í heild hérna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak
433Sport
Í gær

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona
433Sport
Í gær

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern
433Sport
Í gær

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði
433Sport
Í gær

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’