fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

,,Við erum búnir að hugsa það ef Heimir hættir eftir HM“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 10. júní 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:

Íslenska landsliðið var að ljúka við sína fyrstu æfingu í Rússlandi en möguleiki er á að þjálfarinn, Heimir Hallgrímsson láti af störfum eftir mót.

Samningur Heimis er á enda eftir mótið og hefur hann ekki viljað binda sig eða taka ákvörðun fyrr en að móti loknu.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ hefur reglulega rætt við Heimi en þeir hafa sett allt spjall til hliðar undanfarið. Einbeitingin er á góð úrslit á HM í Rússlandi.

Meira:
Guðni Bergsson í Rússlandi – ,,Það er góður andi í hópnum“

,,Ekkert nýlega, við erum að einbeita okkur að HM. Ég og Heimir höfum rætt saman í nokkur skipti og það er góður skilningur okkar á milli, ég hef skilning á hans stöðu og hann okkar,“ sagði Guðni við fjölmiðla í dag.

,,Ég er bjartsýnn á að við náum saman eftir mót, ytri aðstæður skipta máli. Ef það kemur eitthvað mjög svo spennandi tilboð til hans, þetta er seinni tíma mál.“

,,Við erum með plan B og C, við erum búnir að hugsa það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liðsfélagi Salah í fangelsi

Liðsfélagi Salah í fangelsi
433Sport
Í gær

Stórstjarnan vakti athygli á Íslandi og skilur eftir sig skarð

Stórstjarnan vakti athygli á Íslandi og skilur eftir sig skarð
433Sport
Í gær

Hvað verður um gömlu kynslóðina á nýju ári? – „Hann notar hann ekki“

Hvað verður um gömlu kynslóðina á nýju ári? – „Hann notar hann ekki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum