fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

„Þeir rúlla okkur Íslendingum upp þegar kemur að öllum höfðatölum“

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 10. júní 2018 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta er stærsta og vinsælasta íþróttamót heims. Í gegnum árin höfum við Íslendingar þurft að horfa á viðureignir stóru þjóðanna og þurft að velja okkur landslið annarra þjóða til þess að styðja og halda upp á.  Sumir hrífast af leikmönnum ákveðinna þjóða en aðrir velja sér landslið út frá einhvers konar tengingu við landið, til dæmis vegna fyrri búsetu.

Eins og flestir vita geta Íslendingar fylgst með sínu eigin liði á HM í ár en þó er alltaf gott að hafa varaáætlun ef allt fer á versta veg. DV fór því á stúfana og spurði þekkta Íslendinga hvað væri lið nr. 2 á HM í Rússlandi.

Stefán Pálsson:

„Úrúgvæ hefur alltaf verið mitt lið,“ segir Stefán. Hann segir ástæðuna að einhverju leyti vera sagnfræðilega og bendir á að Úrúgvæ hafi borið sigur úr býtum á fyrsta heimsmeistaramótinu árið 1930. Þá heilli hann einnig að Úrúgvæ sé smáþjóð, enda aðeins um þrjár milljónir íbúa þar í landi. „Sé horft til þess þá eru þeir mesta fótboltaþjóð heims. Þeir rúlla okkur Íslendingum upp þegar kemur að öllum höfðatölum. Þeir eiga frábæra leikmenn sem eru prímadonnur í sínum félagsliðum en þegar þeir koma saman þá pakka þeir í vörn og berjast sem eitt lið. Þetta er íslenska liðið með hæfileika,“ segir sagnfræðingurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea og Arsenal sögðu nei við PSG

Chelsea og Arsenal sögðu nei við PSG
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England Evrópumeistari eftir sigur á Spánverjum

England Evrópumeistari eftir sigur á Spánverjum
433Sport
Í gær

Hvetur hann til að fara í minna lið en Manchester United – ,,Hann er á sama stað og Darwin Nunez“

Hvetur hann til að fara í minna lið en Manchester United – ,,Hann er á sama stað og Darwin Nunez“
433Sport
Í gær

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak
433Sport
Í gær

Framlengir við Barcelona til 2030

Framlengir við Barcelona til 2030
433Sport
Í gær

Gibbs-White búinn að framlengja við Forest

Gibbs-White búinn að framlengja við Forest