Hannes Þór Halldórsson, fyrsti kostur Íslands í markið steig upp á æfingu liðsins í dag og létt yfir stemmingunni á æfingu liðsins.
Markmennirnir þrír vinna náið með Guðmundi Hreiðarssyni, markmannsþjálfara sem hefur gott skipulag á hópnum.
Hannes, Rúnar Alex Rúnarsson og Frederik Schram æfðu að krafti í dag en þyngsli voru í hópnum til að byrja með.
,,Það var aðeins þungt yfir byrjuninni á æfingunni, það var eins og menn væru með bakpoka af grjóti,“ sagði Guðmundur í viðtali eftir æfingu í Rússlandi í dag.
,,Hannes tók frumkvæðið og við ákváðum að tæma bakpokann, þá varð létt yfir öllum.“
,,Það er búið að vera mjög gaman í þessum hópi, kannski smá ferðaþreyta. Þessi æfing var frábært, stundum þarf að létta af sér. Við gerðum það allir fjórir
Viðtalið má heyra í heild hér að neðan.