Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, segir hlutina hafa gerst ótrúlega hratt í Gelendzhik í Rússlandi þar sem íslenska liðið dvelur fyrir heimsmeistaramótið.
Helgi heimsótti svæðið fyrst fyrir rúmu ári síðan og það er óhætt að segja að ýmislegt hafi breyst síðan þá. „Já, þeir hafa gert mikið. Það var eins og það hefði verið hent sprengju inn á svæðið á sínum tíma þegar við skoðuðum völlinn. En okkur leyst vel á það sem var verið að palana og þeir uppfylltu allt það sem þeir sögðu á sínum tíma,“ sagði Helgi og bætti við að aðstaðan á hótelinu væri líka til fyrirmyndar.
Sjá einnig:
Helgi ánægður að komast til Rússlands: Nefnir eitt atriði sem hann saknar ekki frá Íslandi
Heimir Hallgrímsson, aðalþjálfari liðsins, tók í sama streng í viðtali í morgun þar sem hann lýsti yfir ánægju sinni með æfingasvæðið.
KSÍ hefur fylgst vel með framkvæmdunum á svæðinu undanfarin misseri og þegar Helgi lenti í Gelendzhik í gærkvöldi með íslenska liðinu var það í þriðja sinn á rúmu ári sem hann heimsækir svæðið. „Það var gamalt gervigras hérna sem var verið að rífa af þegar við komum þannig að við vorum ekkert mjög spenntir yfir þessu öllu. En þeir tóku allt í gegn hérna og stóðu við allt sem þeir sögðu,“ sagði Helgi.
Viðtalið í heild má sjá hér að neðan: