Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:
Það fer vel um íslenska karlalandsliðið í fótbolta en liðið kom til Gelendzhik í Rússlandi í gær.
Hótelið sem liðið dvelur á er fyrsta flokks og æfingavöllur liðsins er í frábæru standi.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ er með liðinu en hann er að fara á sitt fyrsta stórmót í karlaflokki eftir að hann tók til starfa á síðasta ári.
,,Það er auðvitað smá fiðringur, ég ætla að njóta þess til fulls að vera hérna,“ sagði Guðni í samtali við fjölmiðla.
,,Þetta var gott ferðalag, vel um okkur séð í vélinni. Hótelið er mjög fínt, góður andi í hópnum.“
,,Æfingavöllurinn er sléttur og vel grænn, hann er eins og best verður á kosið.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.