Íslenska karlalandsliðið er á leið til Rússlands en strákarnir okkar eru nú að undirbúa sig fyrir flug.
Ísland mun hefja keppni á HM eftir aðeins tæplega viku er strákarnir spila við Argentínu í fyrsta leik.
Strákarnir eru staddir í Leifsstöð þessa stundina á leið til Rússlands ásamt bæði stuðningsmönnum og blaðamönnum.
Flugvélin sem átti að ná í stráka til Keflavíkur náði ekki til landsins en hún átti að vera máluð í litum íslenska landsliðsins.
Ekki tókst að mála flugvélina alla í tæka tíð en munu strákarnir ekki fara með vélinni til Rússlands.
Flugvélin var á vegum Icelandair og var í málun erlendis og mun líklega sækja liðið til Rússlands eftir mót.
Vélin var skreytt með litum landsliðsins og var einnig gervigras í lofti hennar sem vakti mikla lukku.