Íslenska karlalandsliðið er komið til Rússlands en liðið flaug út nú um hádegi í dag.
Íslensku strákarnir eru lentir í góða veðrið í Rússlandi og nú hefst undirbúningur fyrir heimsmeistaramótið.
Okkar menn mæta Argentínu í fyrsta leik riðlakeppninnar og svo síðar Nígeríu og Króatíu.
Aðstæður eru góðar í Rússlandi þessa stundina en það sama má ekki segja um veðrið hér heima sem heldur áfram að valda vonbrigðum.
Rútan var klár á flugvellinum að sækja íslensku drengina og er hún fallega skreytt.
Myndir af henni má sjá hér.