Íslenska karlalandsliðið er komið til Rússlands en liðið flaug út nú um hádegi í dag.
Íslensku strákarnir eru lentir í góða veðrið í Rússlandi og nú hefst undirbúningur fyrir heimsmeistaramótið.
Okkar menn mæta Argentínu í fyrsta leik riðlakeppninnar og svo síðar Nígeríu og Króatíu.
Það var tekið vel á móti strákunum á flugvellinum ytra og mun nú rúta keyra þá upp á hótel.
Hér má sjá myndir af íslenska liðinu eftir lendinguna.