Íslenska karlalandsliðið er á leið til Rússlands en strákarnir okkar eru nú að undirbúa sig fyrir flug.
Ísland mun hefja keppni á HM eftir aðeins tæplega viku er strákarnir spila við Argentínu í fyrsta leik.
Íslensku strákarnir voru flottir í Leifsstöð í dag og litu eitursvalir út áður en haldið var erlendis.
Það vakti athygli að strákarnir fengu mynd af sér á vellinum með keilunni frægu sem gerði allt vitlaust fyrir EM í Frakklandi.
Keilan virðist einfaldlega vera orðin partur af landsliðinu eins og má sjá hér fyrir neðan!