Íslenska landsliðið er nú á leið til Rússlands en strákarnir okkar munu hefja keppni á HM eftir um viku.
Strákarnir lentu í alls kyns veseni í Leifsstöð og þurftu á meðal annars að bíða í dágóðan tíma eftir tösku sem Heimir Hallgrímsson hafði sett í vitlausa rútu.
Allt er þó í topp standi þessa stundina en strákarnir eru komnir upp í vél og eru á leiðinni erlendis.
Íslensku leikmennirnir eru almennt virkir á Instagram en þeir eiga fylgjendur víðs vegar um Evrópu.
Hér má sjá færslur landsliðsmanna áður en haldið var út í dag.