Augu flestra Íslendinga beinast að íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu sem mun spila á HM í Rússlandi.
Íslenska liðið ferðaðist út til Rússlands í hádeginu og eru strákarnir okkar nú lentir ytra og geta komið sér fyrir.
Strákarnir tóku sig vel út í jakkafötum á flugvellinum hér heima og í Rússlandi þar sem þeir fengu góðar móttökur.
Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, var þó ekki alveg nógu sáttur við bindishnútana hjá nokkrum landsliðsmönnum.
Martin setti skemmtilega mynd inn á Twitter þar sem hann gagnrýnir hnútana aðeins í góðum gír.
Hér má sjá færslu Martins.
Nokkrir bindishnútar þarna sem öskra á hjálp. @HemmiHauks pic.twitter.com/g8CDgwzP7k
— Martin Hermannsson (@hermannsson15) 9 June 2018