Flug íslenska landsliðsins til Rússlands tafðist í dag en strákarnir lögðu ekki af stað á réttum tíma frá Leifsstöð.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, segir að seinkunin sé engum öðrum að kenna en sér sjálfum.
Heimir greindi frá því fyrir flugið að hann hafi sett töskuna sína í vitlausa rútu sem ferðaðist á Stykkishólm.
Þetta sagði Heimir í samtali við Rúv í Keflavík í dag en íslenska liðið hefur verið að bíða eftir fluginu í dágóðan tíma.
Íslenska liðið mun dvelja í Gelendzhik milli leikja en þar eru aðstæður fyrsta flokks og fer flugið nú hvað af hverju að leggja í hann.
Einnig vakti athygli að flugvél Icelandair máluð með íslensku litunum mætti ekki á svæðið en hún var ekki tilbúin í tæka tíð.
Við verðum að vona að vesenið klárist hér heima og að allt verði í topp standi er liðið mætir til Rússlands.
Heimir segir að seinkunin sé sér að kenna, hann hafi sett töskuna sína í vitlausa rútu sem hélt vestur í land. #hmruv pic.twitter.com/c1jlhRp99g
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) 9 June 2018