Íslenska landsliðið er komið upp í flugvél en liðið er á leið til Rússlands á heimsmeistaramótið þar í landi.
Strákarnir eru á leið á sitt annað stórmót á tveimur árum en við kepptum auðvitað á EM í Frakklandi árið 2016.
Það vakti athygli að Ísland mun ekki ferðast út með flugvélinni sem var verið að mála með litum íslenska fánans.
Ekki tókst að mála flugvélina alla í tæka tíð en hún mun líklega sækja strákana til Rússlands er keppni lýkur.
Meira:
Ekki tókst að mála vél Íslands í tæka tíð – Nær ekki að fljúga liðinu út
Flugvélin sem fer með strákana út er öllu minni og þurfti að setja farangur landsliðsins út um allt í vélinni.
Siggi Dúlla, búningastjóri landsliðsins, sagði í viðtali við Rúv að 2900 sokkapör myndu fara með landsliðinu til Rússlands, hvorki meira né minna.
Hér fyrir neðan eru myndir þar sem má sjá að töskur landsliðsins eru geymdar víðs vegar í vélinni.