A landslið karla gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli á fimmtudag, en það voru Kári Árnason og Alfreð Finnbogason sem skoruðu mörk Íslands.
Liðið heldur nú í dag til Rússlands, viku fyrir fyrsta leik gegn Argentínu en sá leikur fer fram í Moskvu.
Íslenska liðið mun dvelja í Gelendzhik milli leikja en þar eru aðstæður fyrsta flokks.
Blaðamenn DV og 433.is munu fylgja eftir liðinu í Rússlandi og færa ykkur allar fréttirnar.
Liðið er nú að koma í Leifstöð þar sem liðið flýgur beint til Rússlands með Icelandair.
Fylgstu með beinni útsendingu hérna.