Rúrik Gíslason er nú á leið til Rússlands með íslenska landsliðinu en hann var valinn 23-manna hóp liðsins fyrir keppni á HM.
Rúrik hefur staðið sig vel með íslenska liðinu í undirbúningi fyrir HM en hann leikur í dag með Sandhausen í Þýskalandi.
Rúrik er stjarnan í auglýsingu Evy fyrir HM en verið er að auglýsa sólarvörn, eitthvað sem Íslendingar gætu notfært sér í hitanum í Rússlandi.
,,Rúrik Pálsson landsliðsmaður er einn af fulltrúum Íslands á HM fyrir Evy sólarvörnina,“ stendur í auglýsingunni.
Rúrik Pálsson leikur ekki með landsliðinu og hefur Evy því aðeins klikkað á nafni leikmannsins.
Ómar Stefánsson, stjórnmálamaður úr Kópavogi, þekkir Rúrik vel og benti á þessa vitleysu á Twitter síðu sinni.
„Pálsson… Rúrik Pálsson “ Þú heldur að vinur þinn hafir sigrað heiminn og er á leiðinni á HM. Sponorinn veit ekki hvað hann heitir! Ég brenn frekar en setja þessa sólarvörn á mig! Og ég er í Egyptalandi að leita að Mo Salah. #fotbolti pic.twitter.com/JZi9JppiEa
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) 9 June 2018