Aron Einar Gunnarsson var hress í Leifsstöð í dag er við ræddum við hann áður en haldið var út til Rússlands.
Aron segir að tilfinningin sé góð fyrir flugið út en strákarnir er eins og allir vita á leið á HM.
,,Ég fékk svipaða tilfinningu þegar við vorum að fara upp í rútu og maður fékk þegar maður var á leið til Frakklands,“ sagði Aron.
,,Ég held að það verði gott að lenda í Rússlandi þar sem maður fær það að maður sé lentur í hausinn og þá getur maður einbeitt sér að verkefninu sem er HM.“
,,Við þurfum að venjast hitanum og slípa saman. Við þurfum að vinna í nokkrum hlutum og vikan fer í það.“
,,Við þurfum að byrja þessa keppni vel eins og í Frakklandi gegn Portúgal, það var virkilega sterkt jafntefli sem gaf okkur þetta momentum sem við þurfum.“
,,Ég hef sjálfur æft ágætlega og ökklinn er ágætur og hnéið er gott. Mikil vinna en það er klárlega þess virði þegar 16. júní kemur.“