fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
433Sport

Plús og mínus úr leik Íslands – Klárt vopn í Rússlandi

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 7. júní 2018 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið gerði jafntefli við Gana í kvöld en liðin áttust við á Laugardalsvelli í æfingaleik.

Þeir Kári Árnason og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk Íslands í 2-2 jafntefli en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.

Gana kom gríðarlega sterkt til leiks í síðari hálfleik og skoraði liðið tvö mörk og 2-2 jafntefli niðurstaðan.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Frábært að sjá Gylfa Þór Sigurðsson byrja leiki, hann hefur þau gæði sem gera aðra leikmenn betri. Stýrir spili Íslands og öllum okkar sóknaraðgerðum.

Jóhann Berg Guðmundsson kom með mikla ógn úr föstum leikatriðum. Klárt vopn í Rússlandi.

Hannes Þór Halldórsson kom inn með mikið öryggi í varnarleik liðsins. Gana var vissulega ekkert að ógna en maður sá mun á liðinu.

Birkir Bjarnason sem mest hefur verið á kantinum var virkilega öflugur í tveggja manna miðju. Hlaupageta hans og kraftur gæti nýst þar í Rússlandi.

Það meiddist ekki neinn leikmaður Íslands í leiknum, mjög jákvætt.

Ari Freyr Skúlason er klár í slaginn ef Heimir Hallgrímsson vill setja hann aftur sem fyrsta kost í vinstri bakvörðinn. Kröftugur í kvöld og virkar í frábæru formi.

Mínus:

Það var algjör óþarfi að fá þessi mörk á sig, fínt að taka út klaufaleg mistök fyrir Rússland ef horft er á það jákvæða.

Leikmenn Íslands gáfu mikið eftir þegar Gylfi Þór Sigurðsson fór af velli.

Leikmenn fóru að spara sig í síðari hálfleik, það er ekki leikur íslenska landsliðsins og því fór sem fór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Grealish sennilega áfram á Englandi – Barnið hefur áhrif á ákvörðun hans

Grealish sennilega áfram á Englandi – Barnið hefur áhrif á ákvörðun hans
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mikil óvissa um framtíð Donnarumma – Fjöldi möguleika á borðinu

Mikil óvissa um framtíð Donnarumma – Fjöldi möguleika á borðinu