Það verður seint metið til fjárs hversu mikið íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur gert fyrir þjóðina.
Bæði hefur liðið glatt þjóðina með mögnuðum árangri og eining með því að kynna landið.
Allir stærstu fjölmiðlar í heimi hafa fjallað um liðið frá síðasta hausti þegar liðið tryggði sig inn á HM.
Á forsíðu Time er svo landsliðið nefnt til sögunnar núna og mynd af manni í búningi Íslands.
Íslenska liðið hefur sigrað hug og hjörtu heimsins og gæti náð enn frekari frama í Rússlandi en liðið heldur þangað á sunnudag.
Mynd af forsíðu Time er hér að neðan.