fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
433Sport

Kári: Við spiluðum handboltavörn

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 7. júní 2018 23:10

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að leikur íslenska liðsins í síðari hálfleik gegn Gana í kvöld hafi ekki verið ásættanlegur.

,,Þetta var leikur tveggja hálfleika. Við vorum með þetta under control í fyrri hálfleik og stjórnuðum leiknum frá A-Ö,“ sagði Kári.

,,Kannski förum við niður um gír í seinni hálfleik, það lítur þannig út. Kannski var þreyta í mannskapnum en sendingarnar voru lausari og tempóið í leiknum lækkaði af okkar hálfu.“

,,Við vorum bara komnir í ákveðna handboltavörn og það er eitthvað sem við viljum ekki. Þetta endar bara á því að þeir skapa sér færi og skora.“

,,Nígería er með sterkara lið, sérstaklega fram á við. Við verðum að spila eins og í fyrri hálfleik en ekki seinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Grealish sennilega áfram á Englandi – Barnið hefur áhrif á ákvörðun hans

Grealish sennilega áfram á Englandi – Barnið hefur áhrif á ákvörðun hans
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mikil óvissa um framtíð Donnarumma – Fjöldi möguleika á borðinu

Mikil óvissa um framtíð Donnarumma – Fjöldi möguleika á borðinu