Kári Árnason, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að leikur íslenska liðsins í síðari hálfleik gegn Gana í kvöld hafi ekki verið ásættanlegur.
,,Þetta var leikur tveggja hálfleika. Við vorum með þetta under control í fyrri hálfleik og stjórnuðum leiknum frá A-Ö,“ sagði Kári.
,,Kannski förum við niður um gír í seinni hálfleik, það lítur þannig út. Kannski var þreyta í mannskapnum en sendingarnar voru lausari og tempóið í leiknum lækkaði af okkar hálfu.“
,,Við vorum bara komnir í ákveðna handboltavörn og það er eitthvað sem við viljum ekki. Þetta endar bara á því að þeir skapa sér færi og skora.“
,,Nígería er með sterkara lið, sérstaklega fram á við. Við verðum að spila eins og í fyrri hálfleik en ekki seinni.“