Jóhann Berg Guðmundsson var ánægður með fyrri hálfleik íslenska karlalandsliðsins í kvöld í 2-2 jafntefli við Gana.
,,Algjörlega, sérstaklega þegar við erum komnir 2-0 yfir þá er þetta gríðarlega svekkjandi að halda þetta ekki út,“ sagði Jói.
,,Þetta klikkaði smá í varnarleiknum sem er smá óvenjulegt hjá okkur og smá pirrandi en við verðum að gleyma þessu og við verðum klárir í stóru stundina.“
,,Noregsleikurinn var allt í lagi en ekkert sérstakur en fyrri hálfleikurinn í þessum leik var mjög góður og við þurfum að byggja á það.“
,,Við vitum að við þurfum að vera 110 prósent í alla leiki og ekkert kjaftæði. Ef við spilum eins og í fyrri hálfleik hef ég ekki áhyggjur.“