Ísland 2-2 Gana
1-0 Kári Árnason(6′)
2-0 Alfreð Finnbogason(40′)
2-1 Kasim Nuhu(66′)
2-2 Thomas Partey(86′)
Íslenska karlalandsliðið gerði jafntefli við Gana í kvöld en liðin áttust við í æfingaleik á Laugardalsvelli.
Um var að ræða síðasta leik Íslands fyrir HM í Rússlandi en strákarnir fara út um helgina.
Kári Árnason skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld með skalla eftir hornspyrnu á sjöttu mínútu.
Alfreð Finnbogason bætti svo við öðru fyrir Ísland undir lok fyrri hálfleiks eftir fallega sókn okkar manna.
Kasim Nuhu minnkaði muninn fyrir Gana eftir hornspyrnu í síðari hálfleik en Ganverjar voru sterkari í síðari hálfleiknum.
Thomas Partey jafnaði svo metin fyrir Gana undir lok leiksins og þurftu strákarnir okkar að sætta sig við 2-2 jafntefli.