Gefið hefur verið út stuðningslagið „Syngjum áfram Ísland“, eftir Þóri Úlfarsson, í tilefni af þátttöku Íslands á HM í Rússlandi.
Meðal þeirra sem koma að laginu eru Björgvin Halldórsson, Stebbi Hilmars, Eyþór Ingi, Selma Björnsdóttir, Jóhanna Guðrún, Pálmi Gunnarsson, Páll Rósinkrans, Sigga Beinteins, Grétar Örvarsson, Stefanía Svavarsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson og Dagur Sigurðsson.
Hljóðfæraleikarar eru auk Þóris þeir Kristján Grétarsson, Eiður Arnarsson, Pétur Valgarð og Máni Svavarsson. Kristján Hreinsson samdi textann við lagið.
Lagið má heyra hér að neðan.