fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
433Sport

Heimir útskýrir af hverju vörn Íslands míglekur þessa stundina

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. júní 2018 22:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið gerði jafntefli við Gana í kvöld en liðin áttust við á Laugardalsvelli í æfingaleik.

Þeir Kári Árnason og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk Íslands í 2-2 jafntefli en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.

Gana kom gríðarlega sterkt til leiks í síðari hálfleik og skoraði liðið tvö mörk og 2-2 jafntefli niðurstaðan.

Íslenska liðið hefur fengið á sig 11 mörk í þessum fjórum æfingaleikjum fyrir HM. Hefur Heimir áhyggjur?

,,Ég ætla ekki að segja að ég sé rólegur, í fimm síðustu leikjunnum í undankeppni HM fengum við eitt mark á okkur. Gegn mjög sterkum þjóðum,“ sagði Heimir Hallgrímsson.

,,Við vitum alveg að okkar bestu leikir eru þegar við erum sterk liðsheild, þá er erfitt að skora gegn okkur. Við erum að rótera mikið í liðinu, margir nýir leikmenn að spila. Við erum að spila gegn sterkum þjóðum í þessum leikjum, gegn Perú, Mexíkó, Noregi og Gana. Mjög sterkar þjóðir.“

,,Ef við erum ekki rétt stilltir þá getur þetta gerst. Það verður vinna fram að leiknum við Argentínu að stilla þetta og að allir verði 100 prósent.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Grealish sennilega áfram á Englandi – Barnið hefur áhrif á ákvörðun hans

Grealish sennilega áfram á Englandi – Barnið hefur áhrif á ákvörðun hans
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mikil óvissa um framtíð Donnarumma – Fjöldi möguleika á borðinu

Mikil óvissa um framtíð Donnarumma – Fjöldi möguleika á borðinu