fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
433Sport

Einkunnir Íslands gegn Gana – Gylfi bestur

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 7. júní 2018 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið gerði jafntefli við Gana í kvöld en liðin áttust við á Laugardalsvelli í æfingaleik.

Þeir Kári Árnason og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk Íslands í 2-2 jafntefli en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.

Gana kom gríðarlega sterkt til leiks í síðari hálfleik og skoraði liðið tvö mörk og 2-2 jafntefli niðurstaðan.

Hér má sjá einkunnirnar úr leiknum.

Hannes Þór Halldórsson 6
Öruggur í því sem hann átti að gera, gat ekkert gert í mörkunum.

Hólmar Örn Eyjólfsson 5
Skilaði sínu hlutverki varnarlega vel en var ekki alltaf í takt sóknarlega. Eðlilega enda alltaf að spila sem miðvörður.

Kári Árnason 5
Mjög öflugur í fyrri hálfleik en gaf eftir í þeim seinni.

Ragnar Sigurðsson 5
Var að spila vel í leiknum en misst einbeitinguna um stund í seinna marki Gana.

Ari Freyr Skúlason 7
Öflugur leikur hjá Ara, hefur mátt þola mikla bekkjarsetu undanfarið en kom sterkur inn í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson 8
Er að stimpla sig inn sem næst besti leikmaður liðsins á eftir Gylfa, öruggur á boltann og með frábæra bolta úr föstum leikatriðum.

Gylfi Þór Sigurðsson (´67) 8 – Maður leiksins
Stjarna liðsins stóð undir nafni, allir leikmenn Íslands spila betur með Gylfa innan vallar.

Emil Hallfreðsson 5
Það virðist henta leik Emils betur að spila í þriggja manna en tveggja manna miðju.

Birkir Bjarnason (´76) 8
Gerði virkilega vel í öðru marki Íslands og er mjög öruggur í þessari tveggja manna miðju.

Alfreð Finnbogason (´65) 7
Þefar upp mörkin, Alfreð er okkar besti maður í að skora mörk. Þefaði upp annað markið.

Björn Bergmann Sigurðarson 5
Kröfugur og duglegur en vantaði örlítið að tengja betur í spil liðsins.

Varamenn:

Jón Daði Böðvarsson (´65) 5
Komst ekki í neinn alvöru takt við leikinn.

Rúrik Gíslason (´67) 5
Komst ekki í takt við leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Grealish sennilega áfram á Englandi – Barnið hefur áhrif á ákvörðun hans

Grealish sennilega áfram á Englandi – Barnið hefur áhrif á ákvörðun hans
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mikil óvissa um framtíð Donnarumma – Fjöldi möguleika á borðinu

Mikil óvissa um framtíð Donnarumma – Fjöldi möguleika á borðinu