Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands segir í samtali við fjölmiðla í Argentínu að öll heildin þurfi að stoppa Lionel Messi í fyrsta leik á HM.
Messi er einn besti leikmaður í sögu fótboltans og erfitt að stoppa hann, í stað þess að setja ábyrgðina alla á einn leikmann, heildin á að stoppa hann.
,,Það eru margir þjálfarar sem hafa hugsað hvernig á að stoppa Messi. Hefur það tekist? Var það vegna þess að Messi spilaði ekki vel eða voru þjálfararnir klókir. Við erum með okkar plan í varnarleik, kannski mun það virkar,“ sagði Heimir.
,,Ég mun aldrei biðja leikmann um að taka hann einn og einn, það er of mikil ábyrgð á einn leikmann. Við verðum allir að gera þetta saman, eins og við gerðum allt. Verjast sem heild.“
,,Hann er einn af þeim ótrúlegustu, einn, tveir eða þrír leikmenn í sögu fótboltans hafa gert hlutina með boltann eins og hann. Hann er eins og Pele og Maradona, þeir þurfa ekki lið til að vinna leiki.“
,,Það kemur mér á óvart hversu stöðugur hann er, hann meiðist aldrei, er aldrei þreyttur, hann spilar alltaf 90 mínútur. Hann er einn sá besti.“