Floyd Mayeweather var launahæsti íþróttamaður í heimi síðasta árið, um er að ræða frá 1. júní 2017 til 1. júní 2018.
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo koma þar á eftir. Mesis þénar miklu meira hjá félagsliði sínu en Ronaldo.
Ronaldo er hins vegar með hærri upphæð í gegnum auglýsinga samninga.
Þrír knattpsyrnumenn komast inn á topp tíu lista Forbes en Neymar er í fimmta sætinu, rétt á eftir Connor McGregor.
Eins og alltaf eru það íþróttamenn í Bandaríkjunum sem eru að skara fram úr þegar kemur að því að fá borgað.
Forbes tekur saman 100 manna lista og í fyrsta sinn í sögunni er ekki nein kona sem kemst á hann.