fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433Sport

Toure með ótrúleg ummæli – Guardiola þolir ekki svarta leikmenn

Victor Pálsson
Mánudaginn 4. júní 2018 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yaya Toure hefur skotið föstum skotum á fyrrum knattspyrnustjóra sinn hjá Manchester City, Pep Guardiola.

Toure var aldrei inni í myndinni hjá Guardiola hjá City og fékk mjög takmarkaðan spilatíma síðustu tvö árin hjá enska félaginu.

Toure hefur nú opnað sig með samband sitt og Guardiola og er óhætt að segja að hann fari harkalega í Spánverjann.

,,Ég vil vera sá sem afsannar það sem sagt er um Guardiola,“ sagði Toure í samtali við France Football.

,,Ég reyndi að skilja þessa aðferð hans og ég spurði þjálfarana um mína tölfræði. Þegar ég fattaði að hún var jafn góð eða betri, á æfingum og í leikjum, og þessir leikmenn sem spiluðu og voru yngri en ég þá byrjaði ég að skilja að þetta snerist ekki um líkamlegt form.“

,,Ég veit ekki af hverju en ég fékk það á tilfinninguna að hann væri afbrýðisamur. Hann horfði á mig eins og keppinaut.“

,,Ég held því fram að Pep hafi ekki sýnt mér virðingu og reyndi allt til þess að eyðileggja síðasta tímabil fyrir mér.“

,,Hann kom illa fram við mig. Heldur þú að hann hafi verið þannig í garð Andres Iniesta? Ég spurði sjálfan mig hvort að þetta væri útaf húðlit mínum, ég er ekki sá fyrsti, aðrir leikmenn Barcelona pældu í þessu sjálfir.“

,,Það er kannski komið fram við okkur öðruvísi hjá ákveðnu fólki. Þegar þú sérð hversu oft Pep átti í vandræðum með afríska leikmenn, alls staðar þar sem hann hefur unnið, þá byrjaru að spyrja spurninga.“

,,Hann er of klár til þess að þetta verði sannað. Hann mun aldrei viðurkenna þetta. Daginn sem hann velur lið þar sem fimm afrískir leikmenn byrja þá sendi ég honum köku.“

,,Pep vill hafa algjöra stjórn og vill leikmenn sem kyssa á honum hendurnar. Mér líkar ekki þannig samband. Ég virði mína þjálfara en ekki það sem hann gerir.“

,,Ég vildi kveðja Manchester City eins og Iniesta hjá Barcelona eða Buffon hjá Juventus en Pep kom í veg fyrir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður City afar óvænt orðaður við United

Leikmaður City afar óvænt orðaður við United
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jóhann lýsir stríðsástandi eftir erfiða ákvörðun – „Það voru allir brjálaðir“

Jóhann lýsir stríðsástandi eftir erfiða ákvörðun – „Það voru allir brjálaðir“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bitinn í eistun og var fluttur á sjúkrahús nokkrum vikum eftir að hafa komið til landsins

Bitinn í eistun og var fluttur á sjúkrahús nokkrum vikum eftir að hafa komið til landsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Breiðablik tapaði í seinni leiknum gegn Lech

Breiðablik tapaði í seinni leiknum gegn Lech
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær lygileg laun í nýju vinnunni – Nánast ekkert sannað en þénar 2,5 milljarða

Fær lygileg laun í nýju vinnunni – Nánast ekkert sannað en þénar 2,5 milljarða
433Sport
Í gær

Holding færir sig nær Sveindísi

Holding færir sig nær Sveindísi
433Sport
Í gær

Segir Sesko vilja United og vitnar í Coldplay

Segir Sesko vilja United og vitnar í Coldplay
433Sport
Í gær

Sádarnir vilja stórstjörnuna

Sádarnir vilja stórstjörnuna
433Sport
Í gær

Útskýrir hvers vegna hann valdi Manchester United

Útskýrir hvers vegna hann valdi Manchester United