,,Íslenska landsliðið hefur enga hæfileika, eru ofmetnir og pirrandi,“ þetta segir hollenskur stuðningsmaður um það hvaða lið hann vill að gangi ekki vel á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.
Knattpsyrnuáhugafólk í Hollandi hatar íslenska liðið eftir að það vann tvo sigra á hollenska liðinu í undankeppni Evrópumótsins 2016.
Það var upphafið að því að hollenskur fótbolti er á vondum stað, þessi merka knattspyrnuþjóð hefur misst af tveimur stórmótum í röð.
,,Til fjandans með Ísland, fyrir tveimur árum voru allir að elska þá, hvernig þeir koma fyrir og hvernig fólkið sameinast sem fjölskylda í stúkunni.“
Stuðningsmaður Ítalíu ætlar hins vegar að styðja Ísland en Guardian ræðir við þær þjóðir sem eiga ekki fulltrúa á HM. ,,Ég styð Ísland, það er ekki annað hægt en að halda með svona lítilli þjóð sem kemst á stóra sviðið.“
Þá segist stuðningsmaður Færeyja einnig halda með okkur, enda frændur eins og hann orðar það.