fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433Sport

Aron Einar grét og grét þegar hann var að byrja í atvinnumennsku – ,,Ég skammaðist mín og íhugaði að taka fyrsta flug heim“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. júní 2018 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands skrifar áhugaverðan pistil á Theplayerstribune í dag.

Aron skrifar þar um feril sinn og upphaf hans í atvinnumennsku, Aron Einar fór 17 ára gamall til Hollands.

Það reyndist Aroni afar erfiður tími að flytja einn út í hinn harða heim atvinnumennskunnar og voru mörg tár sem féllu.

,,Ég vissi að ég yrði að fara frá Íslandi til að bæta mig sem leikmaður, þegar ég fékk tækifæri ti að fara til AZ Alkmaar í Hollandi þá tók ég það. Ég var 17 ára gamall, það var erfiður tími. Fótboltinn var á allt öðru stigi, ég var klobbaður fjórum sinnum á fyrstu æfingu. Ég skammaðist mín og íhugaði að taka fyrsta flug aftur heim,“ skrifar Aron sem mun leiða Ísland á HM í Rússlandi.

,,Það erfiðasta var að fara frá fjölskyldu minni, ég var fyrstu tvo mánuðina á hótelinu að hringja grátandi í mömmu og segja að ég vildi ekki vera þarna. Sem betur taldi fjölskyldan mín mér trú um halda áfram og innst inni vildi ég það.“

Allt það erfiða skilaði sér í gleði því Aron Einar var ungur kallaður inn í íslenska landsliðið og segir frá því.

,,Öll þessi tár skiluðu sínu, 18 mánuðum síðar var ég kallaður inn í íslenska landsliðið. Það var vináttuleikur gegn Hvíta-Rússlandi á Möltu. ég varð að koma mér í flug í hvelli, ég átti ekki bíl. Ég hafði verið á hjóli fyrsta árið, ég hafði ekki efni á öðru.“

,,Vitið hvað mamma gerði þá? Hún gaf mér vespu, rauða vespu. Þetta var eins og mótorhjól, mér fannst það svalt. Ég varð háður henni, þegar ég var kallaður í landsliðið þá skellti ég töskunni á bakið og fór á vespunni á lestarstöðina til að koma mér út á flugvöll.“

Smelltu hér til að lesa pistil Arons í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður City afar óvænt orðaður við United

Leikmaður City afar óvænt orðaður við United
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jóhann lýsir stríðsástandi eftir erfiða ákvörðun – „Það voru allir brjálaðir“

Jóhann lýsir stríðsástandi eftir erfiða ákvörðun – „Það voru allir brjálaðir“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bitinn í eistun og var fluttur á sjúkrahús nokkrum vikum eftir að hafa komið til landsins

Bitinn í eistun og var fluttur á sjúkrahús nokkrum vikum eftir að hafa komið til landsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Breiðablik tapaði í seinni leiknum gegn Lech

Breiðablik tapaði í seinni leiknum gegn Lech
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fær lygileg laun í nýju vinnunni – Nánast ekkert sannað en þénar 2,5 milljarða

Fær lygileg laun í nýju vinnunni – Nánast ekkert sannað en þénar 2,5 milljarða
433Sport
Í gær

Holding færir sig nær Sveindísi

Holding færir sig nær Sveindísi
433Sport
Í gær

Segir Sesko vilja United og vitnar í Coldplay

Segir Sesko vilja United og vitnar í Coldplay
433Sport
Í gær

Sádarnir vilja stórstjörnuna

Sádarnir vilja stórstjörnuna
433Sport
Í gær

Útskýrir hvers vegna hann valdi Manchester United

Útskýrir hvers vegna hann valdi Manchester United