

Íslenska landsliðið er komið yfir gegn Noregi en liðin eigast við á Laugardalsvelli nú rétt í þessu.
Það var að sjálfsögðu Gylfi Þór Sigurðsson sem skoraði annað mark Íslands í kvöld stuttu eftir að hafa komið inná.
Gylfi hefur ekki spilað leik síðan í mars vegna meiðsla en kom inná sem varamaður í síðari hálfleik.
Það tók Gylfa ekki langan tíma að koma Íslandi yfir en hann nýtti sér mistök markvarðar Noregs.
Það verður þó ekki tekið af Gylfa að hann kláraði færi sitt meistaralega eins og má sjá hér fyrir neðan.
??2-1?? Gylfi Þór Sigurðsson að koma Íslandi yfir á 69. mínútu. Búinn að vera inn á í aðeins 6 mínútur. #hmruv pic.twitter.com/A0Rh5mgieV
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) 2 June 2018