

Íslenska karlalandsliðið þurfti að sætta sig við tap á Laugardalsvelli í kvöld er liðið mætti Noregi.
Norðmenn höfðu að lokum betur 3-2 en gestirnir skoruðu tvö mörk seint í leiknum sem dugðu til sigurs.
Íslenska liðið hefur oft spilað betur en í dag en á köflum litu strákarnir þó nokkuð vel út.
Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.
Plús:
Það var gaman að sjá kraftinn og gæðin sem Rúrik Gíslason var með í kvöld, ætlar klárlega að spila stóra rullu í Rússlandi og er klár ef Aron Einar eða Gylfi Þór geta ekki spilað. Hann sannaði það í kvöld.
Það var gjörsamlega geggjað að sjá Gylfa Þór Sigurðsson aftur á knattspyrnuvellinum, þar sást hann síðast í mars. Mikilvægar mínútur fyrir hann, til að komast í form.
Hvernig Gylfi Þór kláraði færið sitt, sannaði það hversu mikilvægt er að hafa hann í fullu fjöri. Gjörsamlega geggjað.
Sverrir Ingi Ingason kom að krafti inn í vörn Íslands, sannaði það enn og aftur að hann er klár í byrja leiki. Kastaði sér fyrir hlutina og varðist afar vel.
Það góða við kvöldið að enginn leikmaður Íslands fór meiddur af velli, tökum það jákvæða rétt fyrir HM.
Mínus:
Þetta áhugaleysi sem gerir svo oft vart við sig í æfingaleikjum sást á köflum í leik dagsins.
Það verður að segjast eins og er að stuðningsmenn Íslands hefðu mátt fylla völlinn. Mikið af lausum sætum, þetta lið er að fara á HM. Stærsta svið sem íþróttamaður kemst á. Bætum úr þessu gegn Ghana á fimmtudag.
Botninn féll algjörlega úr leik liðsins á síðustu tuttugu mínútum leiksins.