

Fyrirtækið Mastercard er í umræðunni þessa stundina eftir tilkynningu sem gefin var út í síðustu viku.
Mastercard lofaði þar að gefa pening til góðgerðarmála fyrir hvert mark sem þeir Lionel Messi eða Neymar skora fyrir sín lið.
Ekki skiptir máli hvar leikmennirnir skora mörkin, hvort það sé fyrir eigið landslið eða félagslið.
Upphæðin myndi fara til fyrirtækisins WFP sem sér um að úthluta fólki mat sem býr við erfiðar aðstæður.
Tite, stjóri brasilíska landsliðsins, tjáði sig um málið í dag og er ekki beint hress með þetta tilboð kortafyrirtækisins.
,,Mastercard, ég ætla að segja ykkur svolítið,“ sagði Tite á blaðamannafundi í Liverpool.
,,Að gefa til góðgerðarmála er gott og fallegt. Það væri alveg eins gott ef þið gerðuð það fyrir hvert mark sem leikmaður Argentínu eða Brasilíu skorar.“
,,Við erum að vinna saman sem lið og svona uppástungur geta verið pirrandi. Þetta er mín tillaga.“