

Ísland 2-3 Noregur
0-1 Björn Maars Johnsen(15′)
1-1 Alfreð Finnbogason(víti, 30′)
2-1 Gylfi Þór Sigurðsson(70′)
2-2 Joshua King(80′)
2-3 Alexander Sorloth(85′)
Íslenska karlalandsliðið þurfti að sætta sig við tap á Laugardalsvelli í kvöld er liðið mætti Noregi.
Norðmenn komust yfir snemma leiks er Björn Maars Johnsen skoraði með fínu skoti við vítateig Íslands.
Alfreð Finnbogason jafnaði svo metin fyrir Ísland á 30. mínútu úr vítaspyrnu sem Rúrik Gíslason hafði fiskað.
Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi svo yfir á 70. mínútu leiksins, stuttu eftir að hafa komið inná.
Joshua King jafnaði metin fyrir Noreg tíu mínútum síðar eftir slæm mistök Frederik Schram í marki Íslands.
Alexander Sorloth sá svo um að tryggja Norðmönnum sigur fimm mínútum síðar og lokastaðan 3-2 fyrir gestunum.