

Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í kvöld í sínum fyrsta leik síðan í mars er íslenska landsliðið mætti því norska hér heima.
Gylfi hefur verið að glíma við erfið meiðsli en hann skoraði fallegt mark í 3-2 tapi í kvöld.
,,Það var mjög góð tilfinning að snúa aftur. Það er mjög skemmtilegt að vera kominn aftur í keppnisleik, mér leið vel,“ sagði Gylfi.
,,Auðvitað veit maður aldrei hvernig leikhæfingin er en þetta voru 30 mínútur í dag og það er fín byrjun.“
,,Þetta var mjög nálægt markinu en í stöðunni þá fannst mér þetta það eina í boði að reyna að chippa og vonast til að hann myndi henda sér til hliðar.“
,,Vináttuleikir eru alltaf vináttuleikir og það hefur verið basl síðustu ár að ná einhverju út úr þeim en aðalatriðið er að menn komist heilir úr þessum tveimur leikjum.“
Nánar er rætt við Gylfa hér fyrir neðan.