

Nú er í gangi landsleikur Íslands og Noregs en um er að ræða æfingaleik fyrir Heimsmeistarmótið í Rússlandi.
Staðan í hálfleik er 1-1 en Alfreð Finnbogason framherji liðsins jafnaði með marki úr vítaspyrnu.
Fyrir leik voru það fötluð börn úr Klettaskóla sem löbbuðu með leikmönnum inn á völlinn.
Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi sem þjónar öllu landinu. Hann tók til starfa árið 2011. Klettaskóli leysir af hólmi sérskólana Safamýrarskóla og Öskjuhlíðaskóla. Reykjavíkurborg rekur skólann en flestir nemendur skólans eru búsettir í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum.
Dagur Bergþóruson Eggertsson, bogarstjóri Reykjavíkur var ánægður með KSÍ og framtakið en hann er í stúkunni.
,,Vil hrósa KSÍ sérstaklega fyrir að bjóða mínum góðu vinum – nemendum Klettaskóla – að leiða leikmenn inn á völlinn fyrir leik kvöldsins! Frábært alveg hreint! Áfram Ísland!,“ skrifaði Dagur á Twitter.