

Íslenska karlalandsliðið þurfti að sætta sig við tap á Laugardalsvelli í kvöld er liðið mætti Noregi.
Norðmenn höfðu að lokum betur 3-2 en gestirnir skoruðu tvö mörk seint í leiknum sem dugðu til sigurs.
Íslenska liðið hefur oft spilað betur en í dag en á köflum litu strákarnir þó nokkuð vel út.
Hér má sjá einkunnirnar úr leiknum.
Frederik Schram 3
Það er erfitt að skella fyrra markinu á þennan unga markvörð en spyrnur hans í leiknum voru slakar. Kemur bolta illa frá sér, framistaða hans var svo undirstrikuð með mistökunum í jöfnunarmarki Noregs. Afar dapurt, sendingin frá Kára var ekki góð en Frederik á bara að lúðra boltanum í burtu.
Birkir Már Sævarsson 5
Gerði suma hluta með ágætum í kvöld. Stendur alltaf fyrir sínu.
Ragnar Sigurðsson (´46) 6
Ragnar átti ágætis leik, tók nokkrar góðar ákvarðanir í öftustu línu.
Kári Árnason – 5
Var að spila vel en átti sendinguna á Frederik í öðru markinu sem var ekkert spes.
Hörður Björgvin Magnússon 5
Fín spilamennska hjá Herði, gerði ekki mistök.
Jóhann Berg Guðmundsson 6
Sýndi á köflum góða takta og róaði leikinn sérstaklega þegar það vantaði að halda bolta.
Emil Hallfreðsson (´82) 6
Var mjög öflugur í fyrri hálfleik en var stundum of rólegur á boltann í þeim seinni
Birkir Bjarnason – 7
Er klárlega maðurinn sem þarf að koma inn á miðsvæðið ef Aron Einar er ekki leikfær, yfirferðin og krafturinn sem við þufum.
Rúrik Gíslason (´63) 7 – Maður leiksins
Besti leikmaður liðsins, frábær kraftur og gæði í fyrri hálfleik. Vel fiskuð vítaspyrna.
Alfreð Finnbogason (´46) 7
Örugg vítaspyrna en var þess utan skapandi allan fyrri hálfleik.
Jón Daði Böðvarsson (´63) 6
Komst ekki alveg í takt í þessum leik, vissulega duglegur en ekkert meira en það.
Varamenn:
Sverrir Ingi Ingason (´46) 7
Kom frábærlega inn í vörnina með Kára, getur spilað bæði með Ragnari og Kára. Sterkt vopn fyrir liðið.
Björn Bergmann Sigurðarson (´46) 6
Kom með fína spretti og kraft í framlínu liðsins.
Gylfi Þór Sigurðsson (´63) 7
Þetta mark? Þarf að ræða það eitthvað, Gylfi er okkar besti leikmaður. Um það þarf ekkert að efast.
Ari Freyr Skúlason (´63) 6
Kom á vinstri kantinn, staða sem hann gæti leyst í Rússlandi þegar það á að verjast.