fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
433Sport

Einkunnir Íslands gegn Noregi – Frederik fær þrjá

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. júní 2018 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið þurfti að sætta sig við tap á Laugardalsvelli í kvöld er liðið mætti Noregi.

Norðmenn höfðu að lokum betur 3-2 en gestirnir skoruðu tvö mörk seint í leiknum sem dugðu til sigurs.

Íslenska liðið hefur oft spilað betur en í dag en á köflum litu strákarnir þó nokkuð vel út.

Hér má sjá einkunnirnar úr leiknum.

Frederik Schram 3
Það er erfitt að skella fyrra markinu á þennan unga markvörð en spyrnur hans í leiknum voru slakar. Kemur bolta illa frá sér, framistaða hans var svo undirstrikuð með mistökunum í jöfnunarmarki Noregs. Afar dapurt, sendingin frá Kára var ekki góð en Frederik á bara að lúðra boltanum í burtu.

Birkir Már Sævarsson 5
Gerði suma hluta með ágætum í kvöld. Stendur alltaf fyrir sínu.

Ragnar Sigurðsson (´46) 6
Ragnar átti ágætis leik, tók nokkrar góðar ákvarðanir í öftustu línu.

Kári Árnason – 5
Var að spila vel en átti sendinguna á Frederik í öðru markinu sem var ekkert spes.

Hörður Björgvin Magnússon 5
Fín spilamennska hjá Herði, gerði ekki mistök.

Jóhann Berg Guðmundsson 6
Sýndi á köflum góða takta og róaði leikinn sérstaklega þegar það vantaði að halda bolta.

Emil Hallfreðsson (´82) 6
Var mjög öflugur í fyrri hálfleik en var stundum of rólegur á boltann í þeim seinni

Birkir Bjarnason – 7
Er klárlega maðurinn sem þarf að koma inn á miðsvæðið ef Aron Einar er ekki leikfær, yfirferðin og krafturinn sem við þufum.

Rúrik Gíslason (´63) 7 – Maður leiksins
Besti leikmaður liðsins, frábær kraftur og gæði í fyrri hálfleik. Vel fiskuð vítaspyrna.

Alfreð Finnbogason (´46) 7
Örugg vítaspyrna en var þess utan skapandi allan fyrri hálfleik.

Jón Daði Böðvarsson (´63) 6
Komst ekki alveg í takt í þessum leik, vissulega duglegur en ekkert meira en það.

Varamenn:

Sverrir Ingi Ingason (´46) 7
Kom frábærlega inn í vörnina með Kára, getur spilað bæði með Ragnari og Kára. Sterkt vopn fyrir liðið.

Björn Bergmann Sigurðarson (´46) 6
Kom með fína spretti og kraft í framlínu liðsins.

Gylfi Þór Sigurðsson (´63) 7
Þetta mark? Þarf að ræða það eitthvað, Gylfi er okkar besti leikmaður. Um það þarf ekkert að efast.

Ari Freyr Skúlason (´63) 6
Kom á vinstri kantinn, staða sem hann gæti leyst í Rússlandi þegar það á að verjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tottenham lánar leikmann til Þýskalands

Tottenham lánar leikmann til Þýskalands
433Sport
Í gær

Greina frá helstu ástæðum fyrir því að Maresca er ekki lengur í starfi

Greina frá helstu ástæðum fyrir því að Maresca er ekki lengur í starfi
433Sport
Í gær

Sjáðu skilaboðin sem David Beckham sendi syni sínum eftir stanslausar fjölskylduerjur undanfarið

Sjáðu skilaboðin sem David Beckham sendi syni sínum eftir stanslausar fjölskylduerjur undanfarið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“