

Heimir Hallgrímsson hefur opinberað byrjunarlið sitt fyrir landsleik Íslands og Noregs.
Leikurinn er sérstakur fyrir þær sakir að Lars Lagerback mætir í fyrsta sinn á Laugardalsvöll eftir að hann lauk störfum með íslenska liðið.
Eins og vitað var er Aron Einar Gunnarsson fjarverandi vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann.
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki heil heilsu til að byrja en gæti komið við sögu á eftir.
Birkir Bjarnason byrjar á miðunni með Emil Hallfreðssyni en Rúrik Gíslason er á kantinum.
Varnarlínan er eins og í flestum leikjum liðsine en Frederik Schram er í markinu.
Liðið er hér að neðan.
