

Alfreð Finnbogason viðurkennir að íslenska liðinu hafi verið refsað fyrir slæma kafla í 3-2 tapi gegn Noregi á Laugardalsvelli í kvöld.
,,Okkur var refsað fyrir slæmu kaflana og við vorum komnir með svona cruise control á leikinn í stöðunni 2-1 og ekkert að gerast, það er svekkjandi að tapa þessu niður,“ sagði Alfreð.
,,Þetta var fyrirfram ákveðin skipting og ég var ánægður með það, þrjár vikur síðan ég spilaði síðast. Ég stefni á að taka fleiri mínútur á fimmtudaginn.“
Alfreð skoraði úr vítaspyrnu í dag en hugsaði ekki um að vippa boltanum í marki eins og hann gerði í úrslitum íslenska bikarsins árið 2008.
,,Nei ég hugsaði ekki um það, það bíður betri augnabliks, ég held að það sé ekki stemning fyrir því í æfingaleik gegn Noregi!“
Nánar er rætt við Alfreð hér fyrir neðan.