fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Þetta ráð myndi Emil Hallfreðsson gefa öllu ungu knattspyrnufólki

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 26. maí 2018 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Hallfreðsson, miðjumaður Udinese á Ítalíu og lykilmaður í íslenska landsliðinu, er kominn til landsins. Hann er klár í undirbúning fyrir stærsta íþróttaviðburð sem Ísland hefur tekið þátt í, sjálft Heimsmeistaramótið í knattspyrnu.

Smelltu hér til að lesa mjög ítarlegt viðtal við okkar við Emil

Úrslitaleikur mótsins er sá íþróttaviðburður sem fær mest áhorf í heiminum, það eru allir að fylgjast með. Litla Ísland verður með, afrek sem fáir gátu séð fyrir að yrði að veruleika. Emil er einn af lykilmönnum liðsins, hann er öðruvísi karakter en margir í liðinu en á góðan hátt.

Stundum hefur Emil ekki fengið allt það lof sem hann á skilið, margir hafa vanmetið afrek hans. Hann hefur nú mörg ár í röð leikið í efstu deild á Ítalíu, einni sterkustu deild sem knattspyrnumaður kemst í. Þar ertu ekki í mörg ár nema að kunna sitthvað fyrir þér í leiknum fagra.

Smelltu hér til að lesa mjög ítarlegt viðtal við okkar við Emil

Það getur tekið á andlega að sitja á bekknum og gera ekkert, sérstaklega þegar liðinu gengur illa og þú telur þig hafa ýmislegt fram að færa. Emil segist hafa ráð fyrir allt knattspyrnufólk þegar mótlæti er í gangi

,,Það sem skiptir mestu máli í fótbolta er að vera með hausinn í lagi, ef ég á að gefa ungum leikmönnum einhver ráð. Þetta skiptir máli, að vera alltaf rétt stilltur í hausnum. Sama hvort þú sért utan hóps, á bekknum eða í liðinu, að vera rétt stilltur þegar kallið kemur. Það getur breyst hvenær sem er að þú farir úr því að vera gaur á bekknum í að vera mikilvægur leikmaður. Þetta breytist svo hratt,“ sagði Emil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Watkins ekki eini varakostur United – Margir á blaði

Watkins ekki eini varakostur United – Margir á blaði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafa litla trú á íslensku liðunum

Hafa litla trú á íslensku liðunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svakalegur viðbúnaður er Íslendingar mætast í kvöld – Lögreglumenn sendir yfir

Svakalegur viðbúnaður er Íslendingar mætast í kvöld – Lögreglumenn sendir yfir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans
433Sport
Í gær

Newcastle komið í bílstjórasætið eftir vendingar í dag?

Newcastle komið í bílstjórasætið eftir vendingar í dag?
433Sport
Í gær

Nýtt nafn í umræðuna eftir að Isak-kapallinn fór af stað

Nýtt nafn í umræðuna eftir að Isak-kapallinn fór af stað